IWOOD og innblástur fyrir barnaherbergið.

06 Oct 2014

Innblástur og skemmtilegar vörur.


Ég er mjög hrifin af viðarleikföngum. Oftast eru þau skemmtileg, þroskandi, náttúruleg og flott.
Ég rakst á þessa snilld nú í morgun, IWOOD frá Donkey Products, þá eru tækin sem við þekkju svo vel sett upp sem krítatöflur. Tré-myndavélin er frá Twig creative.


By nord þekkja sennilega flestir, hvort sem það eru púðar eða rúmföt, ótrúlega falleg og vönduð vara.


Indíána-tjald sem verður bara vinsælla, enda flott og skemmtileg hugmynd.
GET OUT hundalampinn er virkilega töff, fyrir barnaherbergi eða ekki. Hann fæst HÉR.


TOYS pappapoki undir dót. Fæst HÉR.


MYNDIR:THEYOUNGSTERS

SARA SJÖFN

TENGD BLOGG: #litlafólkið #skandinavískt #barnaherbergi