Mættu í skoðun, það er ekkert mál

16 Oct 2014

Ég fór í verkefni með Bleiku Slaufunni sem gekk út á það að sýna konum hversu lítið mál það er að mæta í leghálsskoðun. Ég hugsaði mig um hvernig best væri að koma því frá mér og segja frá og ákvað að einfaldast væri að sýna ykkur bara ferlið í sjálfssmellum.

10:58 Mætt fyrir utan leitarstöðina

11:00 Mætt á biðstofuna og búin að borga. (Peninginn fékk ég síðan endurgreiddan frá VR)

11:04 Búin að setja kápuna og skóna í læstan skáp.

11:07 Komin í sloppinn og tilbúin í skoðun.

11:08 Lögst á bekkinn

11:12  Búin í skoðun, klædd og á leiðinni út.


Allt ferlið tók í heildina korter, í alvöru þetta er ekkert mál og starfsfólkið þarna er æði.

Þessi legháls strýkur sig ekki sjálfur.

Pantaðu tíma núna ef þú hefur ekki farið og ert búin að vera að fresta þessu.

540 1919

#bleikaslaufan #písofkeik 

Marta Rún