Helgarkokteillinn

23 Oct 2014

Þá er komið að kokteil helgarinnar. 

 

Ég ætla að vera duglegri að gera auðvelda og góða kokteila þar sem ekki þarf margar misþekktar tegundir af líkjörum eða mörg mismunandi hráefni.
Þegar ég fer í gegnum fríhöfnina þá reyni ég alltaf að kaupa einhverja tegund af líkjöri eða áfengi sem ég myndi vanalega ekki kaupa sjálf. Þannig að næst þegar för þín liggur í gegnum fríhöfnina þá mæli ég með að þú kaupir þér flösku af Cointreau því ég nota mína oft.


Það er ekki mjög langt síðan ég kynntist Cointreau.  Ég var að googla uppskrift af cosmopolitan og þá kom þetta líkjör upp.
Þetta er appelsínulíkjör og er mjög sætt og gott, tilvalið einmitt í kokteilagerð. Cointreu er einmitt oft notað í margarítur til að fá fram sætuna.

 Þetta er alveg flaska til að fjárfesta í þó þú sért ekki að fara í gegnum fríhöfnina, ef þér finnst kokteilar góðir og hefur gaman að gera tilraunir sjálf með nýja. Svo tala ég nú ekki um að þegar þú ert með stelpurnar í heimsókn og vilt hafa ekta Sex And The City stemningu með alvöru Cosmo í hendi.

Mér persónulega finnst best að nota ferska ávexti eins og eru í þessum drykk. Saxa niður jarðarber, hindber, kiwi, mangó eða hvaða ávexti sem þér dettur í hug. Uppáhaldið mitt er þessi hér með ástaraldini eða passion fruit.

  

1 ástaraldin í einn drykk

Cointreau

sódavatn 

klaka 


Skerð ástaraldinið í helming og takið fræin úr og setjið í glas.
Hellið ca. einu góðu skoti af Cointreau, látið slatta af klökum fylgja með og hrærið þessu öllu saman með skeið, fyllið síðan upp í með sódavatni.

Ferskur og góður, smá sumarfýlingur í honum en það er bara betra á dögum eins og þessum.

 

Marta Rún

#cocktails