Mánudagsfróðleikur

27 Oct 2014

Stundum getur verið erfitt að ná sér í góð avókadó í búðum en þau eru oft hörð og óþroskuð. Ég er með lausn á því fyrir ykkur.

Þroskaðir bananar gefa frá sér mikið magn af plöntuhormóninu ethylene.
Ethylene er efni sem ýtir undir þroska ávaxta þannig ef þið finnið ekkert gott avocado í búðinni og þurfið að nota það sem fyrst, eftir sólahring eða svo þá er þetta góð lausn við því.

Finnið þroskaðan banana og setjið í pappírspoka eða skál og eitthvað einangrandi yfir hana og avókadóin með.
Bananarnir senda frá sér ethylene-hormónið sem flýtir þroska avókadóana.


Ég prufaði þetta eftir að ég sá Jamie Oliver tala um þetta í þættinum sínum. Ég var með þrjú avókadó og banana í poka og þau voru algjörlega tilbúin sólahring síðar til notkunar í matargerð.

 

Marta Rún