Grafir & Bein

31 Oct 2014

Ætlum að gefa nokkrum heppnum bíómiða á þessa íslensku hrollvekju.

Grafir & Bein var frumsýnd í gær & er íslenskur sálfræðitryllir. Myndin fjallar um hjónin Gísla & Sonju. Hjónin verða fyrir því óláni að dóttir þeirra Dagbjört deyr.

Bróðir Gísla & kona hans falla síðan frá & í kjölfarið taka þau að sér dóttir þeirra Perlu í fóstur. Þá fara óhugnalegir hlutir að gerast. 

Anton Sigurðsson er handritshöfundur & leikstjóri myndarinnar. Í aðalhlutverki eru þau Nína Dögg Filippusardóttir & Björn Hlynur Haraldsson

Eina sem þið þurfið að gera til að eignast miða á þessa bíómynd er að setja athugasemd hérna fyrir neðan með nafni & e-maili, þá ertu komin/n í pottinn. 

Hér fyrir neðan getiði séð sýnishorn úr myndinni. 

Sjáumst hress í bíó!

x sylvia

 

VINNINGSHAFAR:

ÁSTRÓS JÓNSDÓTTIR 

GUNNHILDUR ANNA ALFONSDÓTTIR

SNJÓLAUG VALA BJARNADÓTTIR

INGA RÓSA BÖÐVARSDÓTTIR

Ég mun hafa samband hvernig þið getið nálgast miðana ykkar :)