Förðunarskvísa FEMME er?

03 Nov 2014

Loksins, loksins höfum við valið okkur förðunarskvísu í Femme teymið okkar sem mun fjalla um þann hluta hér á síðunni. Þetta umsóknarferli tók aðeins lengri tíma en við ætluðum okkur en það segir bara til um hversu staðfastar og ákveðnar við vorum á því að fá réttu manneskjuna til liðs við okkur. 

 

Hana fundum við og hún heitir
STEFANÍA JAKOBSDÓTTIR

Við á Femme erum ótrúlega spenntar og glaðar með þessa viðbót og trúum ekki öðru en að þið lesendur góðir eigið eftir að hrífast af henni eins og við gerum. Stefanía er afmælisbarn dagsins og viljum við óska henni innilega til hamingju með daginn og á sama tíma bjóða hana hjartanlega velkomna á femme.is
 

En hver er Stefanía Jakobsdóttir?

Ég heiti Stefanía R. Jakobsdóttir en hef alltaf verið kölluð Steffý. Ég er 23 ára stelpa frá Siglufirði og eins og staðan er í dag er ég með annan fótinn þar og hinn í Kópavogi. Eftir stúdentspróf hóf ég störf hjá Ríkisskattstjóra og hef verið þar með hléum síðan 2010.

Í dag er ég að læra fjölmiðlafræði í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri og á það nám eflaust eftir að nýtast mér vel hér. Ég hef alltaf haft ótrúlega mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu og ákvað loksins á láta verða af því að fara í förðunarnám á þessu ári. Ég útskrifaðist úr Mood Make Up School með diplóma í förðunarfræði í mars og sú reynsla var ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík. Ég hef verið búsett erlendis í einhvern tíma svo að núna þegar ég er flutt heim aftur hlakka ég mikið til að byrja hér á Femme og fara vinna meira tengt förðunarfræðinni.

förðun eftir mig

 
Steffý mun byrja að blogga á næstu dögum - xx
 
 
xx - sara dögg