Veggie Chilli

05 Nov 2014

Jamie Oliver póstaði fyrir nokkrum dögum á Instagram "Veggie Chilli" sem hentaði vel fyrir "meatless monday" þemað sem er búið að vera í gangi á mínu heimili síðustu vikur.

___________

Það sem þú þarft í réttinn er : 

2 miðlungsstórar sætar kartölflur (um 500g)

1 tsk cayanne pipar

1 tsk cumin

1 tsk kanill

salt

pipar

olía

1 laukur

1 rauð paprika

1 gul paprika

2 hvítlauksgeirar

ferskur koríander

1 rauður chilli

1 grænn chilli

2 dósir af mismunandi baunum, ég notaði svartar og pinto baunir

2 dósir af niðurskornum tómötum

_________________________________________________________________

 

Hitið ofninn í 200°

1. Skrælið kartöflunar og skerið í litla bita, raðið þeim á ofnplötu og kryddið með cayanne piparnum, cumeni, kanil, salti og pipar,
    hellið olíu yfir og blandið öllu saman og setjið til hliðar.

2. Skerið laukinn og paprikuna niður í litla bita ásamt hvítlauknum

3. Saxið ferskan kóríanderinn, græna og rauða chilli piparinn.

4. Setjið kartöflurnar inn í ofninn og bakið þær í 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar.

5. Finnið stóran pott og hitið hann á hellunni á miðlungshita, setjið síðan olíuna, laukinn, paprikuna og hvítlaukinn og eldið þetta saman í 5 mínútur

6. Bætið síðan koríandernum og chilli piparnum við og hrærið saman í 10 mínútur.

7. Sigtið safann úr bauninum og setjið síðan í pottinn ásamt tómötunum og hrærið öllu saman í svona 20-30 mínutur, ef þetta verður of þykkt þá             helliði smá vatni til viðbótar.

8. Þegar sætu kartöflunar eru tilbúnar þá bætiði þeim við ofan í pottinn og hrærið saman, bætið við salti og pipar ef ykkur finnst það vanta.

 

 

Ég bar þetta fram með stöppuðu avókado, í staðinn fyrir sýrðan rjóma, og ferskum kóríander. 

Ég keypti líka heilhveiti tortillur skar þá í þríhyrninga og penslaði með olíu og salti og setti inn í ofn í nokkrar mínútur eða þangað til þær voru orðnar stökkar og bjó þar með til hollara snakk með réttinum.

 

#meatlessmonday


Marta Rún