Sjúklega einfaldur eftirréttur

12 Nov 2014

Ég hef áður skrifað um Nicolas Vahé vörurnar sem ég mæli mikið með og hér er ein vara sem ég er nýbúin að kynnast.

 

Vörurnar frá Nicolas Vahé eru fallegar, góðar gæðavörur og frábærar sem gjafir .

Hér er færslan um hann sem ég skrifaði ef þið misstuð af henni. 

Ég sá fyrir stuttu súkkulaði-fondue pakkninguna og fékk því hjá þeim eitt ljóst súkkulaði-fondue og eitt dökkt sem ég ákvað að prufa með jarðaberjum.

Hvítt súkkulaði með smá sítrónubragði

Dökkt súkkulaði með appelsínubragði.

 

Þetta hitaru annað hvort í örbylgjuofni eða í potti með vatni, setur þetta á bakka með ávöxtum, sykurpúðum eða það sem þér dettur í hug og þá ertu komin/n með fondue eftirrétt sem tók enga stund að skella saman.

 

Það sem er svo skemmtilegt við þessar krukkur að þegar súkkulaðið er búið þá geturu haldið áfram að nota þær með því súkkulaði sem þú vilt.

Vörurnar fást í Habitat&Tekk og Fakó á Laugarveginum.

Marta Rún