Stokkhólmur

12 Nov 2014

Eins og hefur komið áður fram, þá var ég erlendis á vegum vinnunnar. Ég endaði ferðina á vikudvöl í Stokkhólmi sem ég heillaðist heldur betur af.

 

Það hefur alltaf kítlað mig svolítið að flytja til Svíþjóðar, ég er rosalega hrifin af þeirri hugmynd og var eiginlega að "scouta" borgina. Hún var ótrúlega falleg og haustleg og mér leið eins og ég væri stödd lengra í burtu frá Íslandi en ég var í raun, það var allt svo lifandi. Ég gæti alveg séð mig búa þarna innan um alla þessa menningu og fallega arkitektúr (...og allar þessar verslanir). Ég gæti svo sem búið allstaðar þar sem ZARA HOME er í grendinni.

það var aðeins verslað...

.. og mikið borðað.

Við Espresso House meet again, stærsti cappuccino sem ég hef fengið. 

Spegla mynd í Acne, það má.

xx - Sara Dögg

#ferðalag