Omnom lakkrís-súkkulaðismákökur

14 Nov 2014

Þessi smákökuuppskrift sló í gegn heima hjá mér.

Ég er mikill aðdáandi Omnom súkkulaðisins og finnst mér lakkrís-súkkulaðið með saltinu rosalega gott. Mér datt því í hug að gera súkkulaðibitakökur og nota Omnom súkkulaðið í þær. Það kom alveg hrikalega vel út og þær voru ekki lengi á borðinu heima hjá mér (og við búum 2).

Hráefni:

8 matskeiðar smjör

1/3 bolli púðursykur

1 bolli sykur

1 stórt egg

1 eggjahvíta

2 tsk vanilludropar

2 bolla hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

1 bolli saxað Omnom lakkrís-súkkulaði

1 og 1/2 saxað bolli annað dökkt súkkulaði.

* Þeyttu saman smjörið, púðursykurinn og sykurinn þangað til að þetta er orðið létt og "fluffy" (um það bil 3 mín). Bættu svo við egginu, eggjahvítunni, vanilludropunum og blandaðu rólega saman.

* Blandaðu hveiti, matarsóda og salti í skál og svo bætiru þessu rólega í einu við eggjablönduna. Þegar allt hefur blandast saman slekkuru á hrærivélinni og hellir súkkulaðinu út í og hrærir saman með sleif varlega.

* Kældu degið í 30 mín inní ísskáp.

* Hitaðu ofninn á 180°

* Settu smjörpappír á ofnplötu og notaðu skeið (best að nota ískúluskeið) og skafaðu deig upp úr skálinni og raðaðu á plötuna í litlum kúlum og hafðu um það bil 5 cm á milli þeirra.

* Bakaðu í 12 mínútur, þangað til að endarnir eru orðnir brúnir en miðjan ennþá mjúk.

 

#omnom

Sjúklega góðar.

Marta Rún