Íslenskt hönnunarkvöld í Kraum

20 Nov 2014

Fyrir ekki svo löngu var mér boðið á fyrirlestra hjá íslenskum hönnuðum sem eru með vörurnar sínar til sölu í Kraum. Þar voru þeir að kynna sig og hönnunina sína.

 

Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt kvöld og svo gaman að kynnast sögunni á bakvið nokkra íslenska hönnuði og hvaðan hugmyndir þeirra koma.
Þetta var alveg frábær hópur hönnuða sem allir voru að kynna mismunandi tegundir af hönnun.

Kraum er staðsett á Aðalstræti 10 í elsta húsi Reykjavíkur og er verslun sem selur einungis íslenska hönnun.

Það eru yfir 200 íslenskir hönnuðir sem selja vörunar sínar þar.

Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu sem hún Berglind starfsmaður Kraum tók og leyfði mér að nota.
 

Snorri frá Reykjavík Distillery 

Þeir sem fluttu fyrirlestur voru:

Vík Prjónsdóttir

Sóley Organics

Orri Finn

Hring eftir Hring

Dimmblá

As We Grow

Huginn Muninn

Ingibjörg Hanna

Fluga Design

RE 101

Reykjavík Distillery 

Ptarmigans

Hekla

Utanum

 

Þú getur smellt á öll nöfnin og þá ferðu inná facebook-síðu hönnuðarins.

Ég gæti skrifað um hvern og einn hönnuð en ég ætla ekki að gera það en ég mæli með að þú takir internet-hring og skoðir þá.

Mér fannst til dæmis skartið frá Orra Finn ótrúlega spennandi en það er eitthvað sem ég hafði til dæmis ekki séð áður.
Sjúklega flotta parið á bakvið það bauð mér að kíkja á vinnustofuna þeirra. Ég ætla klárlega að nýta mér það og kíkja í heimsókn.

Huginn og Muninn skyrturnar fannst mér líka flottar og kvenmannsskyrturnar eru eitthvað sem mig langar til þess að eignast.

Dimmblá er fyrirtækið á bakvið klútinn sem Edda kynnti fyrir stuttu.
 

Utanum
Þar var sérstök peysa sem þú getur notað á tvo vegu annars vegar sem síð peysa eða sem stutt með stórum kraga. Ég er sjúk í þessa.

Allt voru þetta spennandi vörur og margar nýjar fyrir mér.


Ég tek undir með Söru Sjöfn vinkonu minni, setjum íslenskt í jólapakkann !

Takk fyrir mig.
 

Marta Rún