Konfektnámskeið Nóa Siríus.

24 Nov 2014

Mér var boðið á konfektnámskeið hjá Nóa Siríus í síðustu viku og ég tók eina góða vinkonu með mér. Við lærðum að gera 6 mismunandi tegundir af molum.

Þetta námskeið var ótrúlega skemmtilegt. Það var haldið niðrí Nóa og tók eina kvöldstund.
Hér eru nokkrar myndir af námskeiðinu.

 

 

Aldrei of mikið af súkkulaði.
Ég ætla að gera nokkrar mismunandi gerðir af konfekti fyrir jólin og kem með einhverja auðvelda uppskrift fljótlega.

Þar sem allt er orðið uppselt á námskeiðin sem eftir eru þá mæli ég með að leggja á minnið að skrá sig á næsta ári þar sem þetta er árlegur viðburður hjá þeim.

Marta Rún