FURTHER NORTH

26 Nov 2014

Auður Gná Ingvarsdóttir innanhúsarkitekt er konan á bakvið merkið Further North. Ég sem mikil áhugamaneskja um hönnun ákvað að kynna mér merkið og vörurnar aðeins betur eftir að ég féll fyrir fallegu púðunum sem merkið hefur að geyma.


 
Further North er merki sem búið var að vera í gerjun í ákveðin tíma enda tilvísunin sú sem segir, góðir hlutir gerast hægt, aldrei of oft sögð.  Auður segir að menntun hennar hafi verið hvatinn af því að búa til merki utan um litla heimilislínu.
 


 
Upphaflega fór hún að vinna með íslensk lambaskinn, sem að hennar mati eru algjörlega vannýt auðlind hér á landi og henta fullkomlega fyrir heimili. Þau eru náttúruleg, hlýleg og að öllu leyti frábær í gæðum. 

 
 
Further north er  merki sem ekki á endilega að fylgja neinni ákveðinni stefnu eða því sem er áberandi í innanhússhönnun eða vöruhönnun þá stundina.  Auði finnst  betra að finna sína eigin rödd og láta hana koma í gegn við hönnunina. Vörurnar eru ekki fjöldaframleiddar, þannig að það liggur mikil vinna á bak við hvern hlut sem framleiddur er og sumir eru algjörlega handgerðir. 
 


Hringlaga speglar er hlutur sem ég heillast mikið af. 


 
 
Auði finnst áríðandi að sækja í sitt nærumhverfi, byggja á því sem við höfum hér, án þess að hafa nokkurn sérstakan áhuga á því að gera hlutina þjóðlega á nokkurn hátt, en ef hægt er að vinna með efni sem eru til staðar hér, þá finnst henni það  mjög áhugaverður kostur.


 
Líparít bakki 
 

 
Further North er lítið merki enn sem komið er, en hugmyndirnar eru margvíslegar. Óskastaðan væri að merkið sem slíkt næði að skjóta vel rótum hér á landi með því að bjóða upp á einalda en um leið sérstæða vörulínu fyrir heimili, eitthvað sem endurspeglar okkur sem eyjaskeggja hér á hjara veraldar, sem alltaf eru opnir fyrir nýjungum sem móta okkur og eru okkur nauðsynlegar sem innblástur. 
 

MYNDIR: ÍRIS ANN SIGURÐARDÓTTIR
 
Vörur Further North eru vandaðar, klassískar og fallegar. Vörurnar eru hannaðar fyrir fólk sem kýs að vanda valið vel og eiga hlutina sína um aldur og ævi. Hver einasti hlutur er gerður til að fylgja þér um aldur framm.
Ég er alltaf að verða hlynntari því að vanda valið vel þegar kemur að húsmunum.  Þegar einfaldleiki  og gæði koma saman í fallegu efni sem hentar þér ertu komin með hlut sem er tímalaus, klassískur og endist lengi. Þetta er upplifun mín á Further North merkinu. Ég gæti hugsað mér fleirri en eina vöru frá þeim á mitt heimili. Púðinn á myndinni hér að ofan er allavega á jólagjafalistanum mínum.
 
SARA SJÖFN

Vörurnar eru til sölu í MÝRINNI & INSULA