Jólagjafalistinn minn.

27 Nov 2014

Við ákváðum allar stelpurnar að búa til jólagjafalista til að gefa fólki hugmyndir af jólagjöfum.
Listarnir koma örugglega skemmtilega út og verða ólíkir en vonandi gagnast jafnframt einhverjum vel.

 

Gullhnífapör - Ég veit ekki hvað það er við þau en mig langar alveg rosalega mikið til þess að eignast gullhnífapör

Þessi fást í Ilvu.

 

 

Jonathan Adler Ilmkerti og Kertastjakar - Oh, þetta er svo fallegt. Ilmkertið er æði og svo gaman að geta haldið áfram að nota það eftir að það hefur brunnið. Litlu sprittkertastjakarnir eru líka á mínum lista.

Jonathan Adler vörurnar fást í Módern.

Iittala Skál - Þessi skál er mest notaða skálin heima hjá mömmu, æðisleg til að bera fram salat og mat og einnig til að hafa sem skraut inn í stofu.

Iittala skálin fæst í Líf&List og Módern

 

 

Global Hnífur - Ekta kokkahnífur sem sker í gegnum allt. Mig vantar svona hníf í eldhúsið mitt.
Algengasti hnífurinn til að nota í allt saman heitir G2.

Fæst í Líf&list

 

Kuldaskór - Þessir kuldaskór fóru strax á listann minn eftir að ég labbaði inn í GS skór í Kringlunni, dreymir um þá fyrir veturinn og haustið.

 

 

Iittala Essence Rauðvínsglös - Því mér finnst þau falleg og ég vil byrja að safna.

Líf&List og Módern

 

 

Boss Orange - Búin að vera lyktin mín í mörg mörg ár.

 

 

Khaler Omaggio Bolli - eldhúsið mitt er pínu svart og hvítt og mér þætti gaman að byrja að safna þessum.

Enn og aftur þá fæst hann í Líf&List og Módern

 

 

Le Creuset Grillpönnu - Þessa vantar mig í safnið þá á ég flest allt það sem mig langar í frá Le Creuset.

Líf&List

 

 

Leyndarmál Tapasbarsins - Bókin sem mig langar í í ár. Tapasbarinn hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum í Reykavík og vona ég að í henni leynist einhverjar uppskriftir af mínum uppáhaldsréttum.

 

 

Kría Jewlery - Ég nokkra skartgripi frá Kríu en hún Jóhanna er ein af mínum uppáhaldsskartgripahönnuðum. Mig hefur lengi langað í ugluklærnar í silfri sem fást í Aftur.

 

Mallorca Perla - Þennan hringt rakst ég á í Úr og Gull um daginn og hann er alveg guðdómlega fallegur.

 

Sara Dögg hjálpaði mér að setja saman fyrstu myndina.

Marta Rún