PETIT MOKKASÍUR

28 Nov 2014

Mokkasíur finnst mér vera eitt af þessum hlutum sem maður notar miklu meira heldur en maður gerði ráð fyrir í byrjun, allavega þegar þú ert að eignast þitt fyrsta barn. Þegar Atli Dagur byrjaði að labba (10 mánaða) óstöðgur og valtur fór ég og keypti mokkasíur úr leðri á hann og notaði hann þær á hverjum einasta degi núna í að verða ár, þó hann sé ekki óstöðugur lengur biður hann um að fá að fara í þær, þetta er greinilega eins og inniskór fyrir honum. Þessar tilteknum mokkasíur eru orðnar alltof litlar og bíðum við spennt eftir svörtum petit mokkasíum.

Petit mokkasíurnar er fyrsta varan sem þau bjóða uppá sem er þeirra eigin vara.

Petit Mokkasíur eru framleiddar úr 100% leðri. Yfir ökklann er teygja 
saumuð inn í leðrið svo að einfalt er að klæða í og úr, ásamt því sem að 
mokkasíurnar haldast á fótunum, sem ég tel vera mjög góður kostur.

Flottar, stílhreinar og henta við hvaða tilefni sem er. 

Dásamlegt fyrir litlar fætur sem eru að byrja að ganga. Meira HÉR! Takk fyrir okkur PETIT.

SARA SJÖFN