Kjallarinn - Veitingastaður fær lof frá mér

30 Nov 2014

Ég fór út að borða fyrir nokkrum dögum á Kjallarann. Ég hafði aldrei farið en heyrt góða hluti og hér er upplifunin mín af staðnum.

Kjallarinn er staðsettur á Aðalstræti 2 (þar sem Rub23 var áður). Við fengum alveg frábæra þjónustu og maturinn var ótrúlega góður.
Ég fer alveg mjög sjaldan svona flott út að borða en þetta var ákveðið tilefni.
Ég er rosaleg þegar kemur að taka myndir af öllu sem ég borða og ég ákvað að deila þessu með ykkur og í leiðinni hrósa staðnum fyrir frábæran mat og þjónustu.

Við deildum í forrrétt hreindýracarpaccio með krydduðum vínberjum og djúpsteiktum búra (sem er ostur).
Þetta bráðnaði alveg upp í mér.

 

Ég fékk mér öndina og gæsina sem var ruglað gott. Þetta er villibráð og þegar maður pantar sér svoleiðis geta leynst skot eða högl eftir veiðina. Mörgum myndi kannski bregða en ég er vön því á jólunum heima að þurfa á "passa" uppá þetta. Ég beit hins vegar svo harkalega í eitt hagl að ég hélt ég hefði brotið tönn. Svo kom þjóninn og spurði hvernig allt smakkaðist sagði ég að maturinn væri æði og að ég hafði einmitt fengið skot í gæsinni þá hló hann og fór. Hann kom reyndar síðan aftur með íslenskt brennivínsskot og sagði: "Þetta er hefðin skot fyrir skot". Ég jú tók það en úff íslenskt brennivínsskot er ekki það besta. En það var upplifunin og húmorinn á bak við þetta sem gerði þetta skemmtilegt.

 

Hann fékk sér nautalundina sem var upp á 10.

Ég klikka ekki á því að fá mér eftirrétt og við deildum súkkulaðihnetti, fylltur með súkkulaðimús.
Ótrúlega gott.
 

 

Ég hlakka til að fara aftur á þennan stað og mæli ég algjörlega með honum.

Marta Rún.