Jólahlaðborð heima hjá mér

07 Dec 2014

Arnór átti afmæli á dögunum en hann varð 25 ára. Við ákváðum að bjóða vinum hans í afmæli og jólahlaðborð.

Satt best að segja nennti ég ekki að elda fyrir allt þetta fólk því ég er með pínulítið eldhús og enga uppþvottavél. Ég sá á facebook-síðu
Kjötkompaníis-ins að þeir eru að bjóða upp á tilbúið jólahlaðborð fyrir fyrirtæki og fleiri og þá datt mér í hug að hringja og panta eitthvað hjá þeim.
Við sóttum matinn rétt upp úr 6 og allt var tilbúið til að bera fram. Það eina sem ég þurfti að gera var að kaupa diska og eiga gaffla og gott rauðvín með.
Maturinn var hreint út sagt alveg frábær og held ég að allir hafi farið heim pakksaddir og sáttir. Ég tók ekki margar myndir af kvöldinu en ég tók sko myndir af matnum til að deila með ykkur.

Veitingarnar samanstóðu af: Danskri leverpostej, 3 tegundir af síld, Tvítaðreykt lambainnralæri skorið þunnt, Grafið nautafille með piparrótarsósu, Laxatartar með capers og dillsósu, Nautatartar með capers og rauðlauk, Kalkúnabringur, Lambagrillsteik, Villisveppasósa, Ferskt salat með ólífumixi, Sætkartöflusalat, Ofnbakaðar kartöflur, Kalkúnafylling, Waldorfsalat, Nýbakað brauð

Hér eru fleiri upplýsingar um hvað er í boði hjá þeim í Kjötkompaníinu. 

Nautatartarnir voru mögulega það besta sem ég hef smakkað !

Ég er nú enginn rauðvínssérfræðingur en það var mælt með þessu víni til að para með öllum mat. Þar sem veitingarnar voru frekar bragðsterkar þá vildi ég eitthvað meðal bragðsterkt vín og þetta passaði mjög vel með matnum. Þetta er svona vín sem er hægt að drekka mörg glös af og verður ekki þreytt. Það gleður mig líka alltaf að finna góða rauðvínsflösku í ríkinu á undir 2000 kr. Þannig leggið þessa flösku á minnið, ég mæli alla vega með henni!
Meira um hana hér.

Svo fékk Arnór mjög flotta afmælisgjöf frá vinum sínum.
 

TOMMASI vínin klikka aldrei en ég smakkaði bláa Ripasso um daginn og það var ótrúlega gott. Ekta svona til að bera fram með góðri steik!

Ef þið eigið lítið fyrirtæki og viljið til dæmis hafa lítið jólahlaðborð heima hjá ykkur eða vinahópur sem vill drekka og borða heima þá er þetta ódýrari lausn en að kaupa mat og vín á veitingastað. Ég mæli klárlega með þessu.

Marta Rún