List í 365 daga 2015

10 Dec 2014

Mamma gaf mér skemmtilegt dagatal fyrir mörgum mánuðum sem hangir upp á vegg heima hjá mér og er mjög óvenjulegt og skemmtilegt.

 

Ég fæ nýja mynd eða nýtt listaverk á hverjum degi á vegginn minn.
Dagatalið samanstendur af 365 listaverkum eftir 365 mismunandi íslenska hönnuði, listamenn, arkitekt, skáld og ljósmyndara.
 

 Nú fer að líða að nýju ári og ég sá nýlega að dagatalið fyrir árið 2015 er komið út og kostar það 6.990 kr. 

 Á heimasíðunni http://www.art365.is/ er hægt að panta dagatalið og skoða það betur. Hér eru svo nokkrar myndir til að gefa ykkur hugmyndir um hvernig þetta lítur út og hvernig þetta kemur út á veggnum heima hjá mér.

Svona kemur þetta út á veggnum hjá mér.

Marta Rún