FIMM UPPÁHALDS - BALDVIN I.E. BALDVINSSON

11 Dec 2014

Baldvin er með B.S. í Sálfræði og starfar sem verslunarstjóri hjá HRÍM ELDHÚS. Hér segir hann frá sínum fimm uppáhalds.

1. Tinu Ratzer teppi - Fékk mér það í Hrím löngu áður en ég byrjaði að vinna þar. Það er notað á hverjum einasta degi og það er sko rifist um það, enda fer maður ekki mikið uppí sófa á svona dögum án þess að hafa hlýtt og gott teppi.

2. Iphone 6 - Þetta er bráðskemmtilegt tæki sem auðveldar manni sko heldur betur vinnuna (og lífið). Þegar maður er í vinnunni allann daginn alla daga, þarf að eiga gott tæki sem hægt er að nota á sama hátt og tölvu.

3. Tekk skrifborðið hennar Ömmu - fékk það þegar ég flutti til Reykjavíkur og byrjaði í háskólanum. Það hefur heldur betur gengið með manni í gegnum súrt og sætt. Fátt betra en að eiga svona fallega hluti með fallega sögu frá Ömmu sinni.


4. Fyrstu fótboltaskórnir í stærð 29 - eins og sést voru þeir heldur betur vel notaðir. Fyrir utan það að vera fyrstu fótboltaskórnir þá lærði ég líka að reima á þá. Það besta við það allt saman var að ég kunni einungis að reima þessa skó, enga aðra (þó ekki nema í smá tíma).


5. Freud bók - sem ég fékk frá systir minni þegar ég útskrifaðist frá HÍ, skemmtileg og flott skopmyndabók sem átti sko vel við sem gjöf úr því námi sem ég var að klára þá.

SARA SJÖFN 

TENGDBLOGG - #fimmuppáhalds #einstaklingar