GILJAGAUR GEFUR..

12 Dec 2014

Næsti jólasveinn kemur í kvöld en það er Giljagaur.

Hann ætlar að gefa gjafabréf á Snyrtistofuna Garðatorgi í augnháralengingu.

Snyrtistofan Garðatorgi hefur verið mín "local" snyrtistofa frá því að ég byrjaði að fara í litun og plokkun.
Hún er í göngufæri við þar sem ég bjó áður og því hef ég verið að fara þangað í mörg ár.
Hún er snyrtileg og svo er ótrúlega gott andrúmsloft þarna inni.


 

Þær á snyrtistofunni hafa nóg að gera um jólin en vildu endilega taka þátt með jólasveininum.

Þær ætla að gefa augnháralengingu að verðmæti 15.900 kr.

Þær eru langbestar á Íslandi í augnháralengingum og ég hef ekki heyrt um neinn sem hefur farið ósáttur út.
Ég hef séð augnháralengingu sem sést langar leiðir en þær eru algjörir snillingar að láta þetta líta náttúrulega út.

Þetta er algjör snilld fyrir þá sem til dæmis eru með mjög lítil og fá augnhár eða þegar verið er að fara til útlanda þá þarf ekkert að maskara á sér augun í nokkrar vikur.

Mamma gaf mér þetta í gjöf fyrir nokkru síðan þegar ég var að fara til New York í viku og það var mjög þægilegt að vakna og þurfa ekkert að hafa sig til eða mála nema bara að bæta við augnskugga eða eyeliner um kvöldið. Ég persónulega fann ekkert fyrir að mín væru léleg eftir þetta en ég hugsaði mjög vel um þau. Þegar ég var orðin þreytt á þeim og nokkur voru farin að detta af þá notaði ég bara eyrnapinna og kókosolíu og þreif þau af mér. 

Hér eru myndir af augunum mínum þegar ég fór:

 

Til að eiga möguleika á að fá í skóinn þá biðjum við þig að..

1. Líka við facebook síðu Snyrtistofan Garðatorgi -> HÉR
2. Kvitta undir þessa færslu.

Við tilkynnum um miðnætti í kvöld hver fær í skóinn.

Marta Rún