Föstudagssteikin með iGrill

15 Dec 2014

iGrill er tæki sem ég kynntist fyrir stuttu og það er alveg magnað.

Ég gaf pabba þetta tæki í afmælisgjöf fyrr á árinu og núna fékk Arnór það í afmælisgjöf frá pabba og mömmu.

Þetta er klárlega eitthvað sem er tilvalið í jólapakkann fyrir strákana.

iGrill er kjöthitamælir sem gefur þér upp hitastigið í iphone-inn eða ipad-inn.
Þú getur verið með steikina eða kjötið inn í ofni eða úti á grilli og fylgst með hitastiginu í símanum þínum.

Þú sækir þér App í símann eða ipad-inn og stillir það svo eftir því hvaða kjöt þú ert að elda og hvernig þú vilt hafa það. Eins og ef þú ert til dæmis með naut, þá geturu stillt fyrir nautakjöt á medium rare eða medium, hvenær kjúklingurinn er eldaður í gegn og fleira.


Ég fór síðastliðin föstudag í Kjötkompaníið og keypti tvær steikur, eina nautakjöts og eina folaldafille.

Ég steikti báðar steikurnar á sama tíma á vel heitri pönnu, mínútu hvora hlið til að loka þeim. Ég byrjaði á því að setja mælinn í folaldasteikina því hún var þynnri beið þangað til hún var komin í 57°C sem var mitt á milli medium rare og medium á mælinum. Þá tók ég hana út og lét standa og setti mælinn í nautið. Ég beið einnig eftir að það var komið í 57°C og lét það þá standa.

Þetta var svo ótrúlega gott, mjúkt og alveg pörfekt eldað að mínu mati, enda besta hráefnið í Kjötkompaníinu.

Þetta er nautið.

Hér er folaldið.

Með kjötinu var ég svo með rauðvínslauksósu.

Og drakk síðan afganginn af rauðvíninu. Mér finnst Tommasi vínin alltaf mild og góð með góðri steik.

Tækið fæst hér og líka í Epli á Laugaveginum eða Smáralind.

Verðið er 7.990kr.

Marta Rún