ELSKU BÖRNIN

16 Dec 2014

Ég bara fæ ekki nóg af fallegum barnaherbergum og get gleymt mér tímunum saman í að skoða myndir af þeim.... Hversu mikið krútt er þessi panda samt?
Og ekki erum við öll það lánsöm að geta gefið börnum okkar þau herbergi sem við viljum hvað þá dót til að leika sér með.
Þannig af gefnu tilefni hvet ég þá sem geta, að gefa dót og föt sem ekki er í notkun lengur til hjálparstofnanna sem gefa svo til íslenskra barna sem verða afar þakklátt fyrir og þar með fær hluturinn nýtt líf. Ég veit ekki með ykkur en í desember langar mér alltaf að láta gott af mér leiða á einhvern hátt og ætla ég að gera það á þennan veg núna. 

SARA SJÖFN

Tengd blogg:  #skandinavískt #litlafólkið #barnaherbergi