HURÐASKELLIR GEFUR

17 Dec 2014

Næstur til að gleðja lesendur Femme er enginn annar en Hurðaskellir. Hann ætlar að gefa töframaskann!

 

Magic mud mask

Mjög öflugur maski sem...

  • Hreinsar andlitið
  • Endurnýjar húðfrumur
  • Minnkar svitaholur
  • Dregur úr fílapenslum
  • Tekur vel á fitulagi húðarinnar
  • Minnkar rauðar húðfrumur
  • Jafnar áferð húðar og gefur henni matta áferð

Andlitsmaskinn er byggður á náttúrulegri "leðju" með viðbættu járni og fleiri steinefnum úr Dauða hafinu sem eykur blóðflæði húðarinnar. Einnig hefur verið viðbætt grape seed oil, avocado oil, argan oil, chamomile oil, shea butter, sea buckthorn oil, pro vitamin B5+E.. til að gefa húðinni alla þá næringu, vítamín og olíu sem ættu að sjálfsögðu að fylgja öllu dekri. Allar vörur Dead Sea Spa eru paraben fríar.

Með þessum andlitsmaska kemur lítill töfra steinn sem dregur að sér járnið úr maskanum en skilur á sama tíma húðina eftir í góðu jafnvægi, afslappaða og endurnærða. Húðin þín verður silkimjúk strax eftir eina meðferð með maskanum.

Leiðbeiningar fyrir notkun: Notist 1-2 í viku, sérstaklega mælt með notkun maskans eftir peeling eða góðan skrúbb. Berið þykkt lag á hreina húðina (forðist svæði í kringum augun) og leyfið honum að vera á í 5 mín. Vefjið töfra steininn í tissjú og strjúkið létt yfir húðina og sjáið maskann fara af ykkur. Frískið svo upp á húðina með andlitsvatn og góðu rakakremi.

Maskinn hentar öllum húðtegundum og er klárlega toppurinn í andlitsmöskum. 

Tilkynnt verður um heppna vinningshafann á morgun og ef þú vilt eiga möguleika á að eignast þennan draum í dollu þá þarftu bara að - Kvitta undir þessa færslu.


Dead Sea Spa vörur og aðrar heilsuvörur færðu á Active.is 
Undirrituð er húkt á þessum vörum og búin að vera það í tæp tvö ár og mælir hiklaust með þeim.