Jólakrás Pop-up götumatarmarkaður

21 Dec 2014

Endilega kíktu í Fógetagarðinn einhverntíman á milli 14-19 í dag.

Ég fór í gær og það var æði.
Hér eru nokkrar myndir.

Þeir staðir sem taka þátt í Jólakrás eru: Uno, Bergsson mathús, Grillið á Hótel Sögu, DILL restaurant, Coocoos nest, Matur og Drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbakarí, Smurstöðin í Hörpu og Austurlandahraðlestin, Kleinubarinn og Meze svo það má ljóst vera að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðurspáin er eins hagstæð og hugsanlegt er í Reykjavík í desember, stilla og bjart, en það er vissara að fólk klæði sig vel því það verður frost. 

Marta Rún