Áramótadressið

02 Jan 2015

Um þessi áramót kaus ég þægindin og dressaði mig upp í frekar sportlegum kjól, ekkert glitter & glys þetta árið. Hann var búinn að sitja lengi upp í skáp ónotaður greyið svo að ég ákvað að viðra hann og klæðast honum fyrir þetta tilefni. Áramótin mín voru frekar róleg í faðmi fjölskyldunnar en samt sem áður yndisleg. 

Mig langar að henda á ykkur áramótakveðju og óska ykkur gleðilegs nýs árs kæru lesendur. Ég kveð árið 2014 með gleði í hjarta og tek vel á móti því næsta með mikilli tilhlökkun. Ég vil jafnframt þakka fyrir ótrúlega góðar viðtökur sem við Femme stúlkur höfum fengið á árinu sem voru vonum framar! 
Takk fyrir okkur - xx