Áramótatertan og kvöldið

05 Jan 2015

Ég fékk það hlutverk að sjá um eftirréttinn um áramótin og hér er útkoman.

Ég er persónulega ekki mikið fyrir marengsrjómatertur og kökur en ég er hins vegar algjör sökker fyrir súkkulaði.
Því ákvað ég að baka franska, blauta súkkulaðiköku og hafa rjóma og jarðarber á milli.
Uppskriftin er úr bókinni Leyndarmál Tapasbarsins sem ég fékk í jólagjöf frá litla bróður. 
Bókin er æði og þeim sem finnst gott að borða á Tapasbarnum þá mæli ég með henni því að þar eru flestar þær uppskriftir sem þú getur fengið á staðnum. Þetta eru ekki uppskriftir sem þu finnur á netinu heldur er þetta klassísk eign til að hafa í eldhúsinu. Ég hlakka mikið til að halda Tapas partý.
 Ég er búin að sjá hana til sölu á nokkrum stöðum og tók eftir að hún er ódýrust í Hagkaup.

 

150 ml vatn

250 g sykur

250 g smjör

400 g súkkulaði (58% eða dekkra) 

4 egg

65 g hveiti

 

Setjið vatn og sykur saman í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hitanum, bætið smjörinu í og hrærið þar til það bráðnar. Setjið þá súkkulaðið út í og hrærið þar til það hefur bráðnað og blandast saman við. Bætið eggjunum við og sigtið hveitið út í. Setjið deigið í form og bakið við 165° í 45 mínútur.
( ég setti kökuna í tvö þynnri form og var með hana i 25 mín)


Það er mjög þægilegt við þessa uppskrift að það er lítið að þrífa eftir hana. Þessu er öllu skellt í einn pott og síðan beint í formið.

Ég setti síðan jarðaber og rjóma á milli og skreytti síðan með kókosflögum, jarðarberjum og súkkulaðispæni.


Hér er síðan mynd af kvöldmatnum sem var ekkert lítið góður á bragðið.

Skál og gleðilegt nýtt ár.
Ég hlakka til að byrja nýtt ár hér á FEMME þar sem þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri og gaman að vera með í hóp með svona flottum stelpum.

 

Marta Rún