Mini-barinn minn

12 Jan 2015

Ég föndraði mér mini-bar á dögunum eftir að ég sá grein um heima bar sem Sara Dögg skrifaði um fyrir stuttu.

Heima BAR getur svo sannarlega gefið lífinu lit. Fallegu glösin sem þú átt, flöskurnar og skálarnar eiga það skilið að vera fyrir framan allra manna augu. 
Það er ekki svo langt síðan Sara Dögg bloggaði um mini-bari hér og hér.
Hún sýndi nokkrar tegundir DIY hugmynda af mini-börum og þá ákvað ég að gera leit.
Borðið fann ég á bland.is fyrir 3000 kr. en ég leitaði undir glerborð.
Maður getur svo sannarlega verið heppin á bland.is.
Svo er ég með blóm, bók, mynd og kokteiláhöld til poppa hann upp.
Hvernig finnst ykkur ?

 

Marta Rún