Nýtt í safnið: COFFEE TABLE BOOKS

17 Jan 2015

Það var kominn tími á að bæta í bókasafnið mitt sem ég ætlaði að vera svo dugleg að hala inn mánaðarlega, gleymdi mér aðeins en bætti upp fyrir það þennan mánuðinn. Ég hef svo oft fjallað um bókatrendið, að stafla fallegum titlum á borð/hillur og toppa það með einhverjum fallegum munum eins og kertasjaka og vasa. Fyrir mér er það þetta trend sem fullkomnar stíliseringuna á decorið og gefur meira líf & persónuleika á heimilið. 

Ég kíkti í Eymundsson í vikunni og datt á tvær bækur þar..  LIVING IN STYLE eftir Rachel Zoe stílista fræga fólksins og NEW YORK FASHION WEEK þar sem farið er yfir síðustu 20 ár tískuvikunnar. Lukkan var með mér og fékk ég þessa seinni með 50% afslætti. Hinar þrjár eru á leiðinni til mín að utan frá Amazon og ég get varla hamið mig úr spenningi að fá þær í hendurnar og stilla þeim upp. 

CHANELfashion, fine jewellery & perfume (3 in 1)
LOUIS VUITTON / MARC JACOBS
NATE BERKUS -
the things that matter (innanhúsarkitekt)

________

Hér er ein ný instagram mynd frá mér þar sem má sjá dæmi um uppstillingu af bókum og smáhlutum. 
NOTE: alltaf að para saman þrjá hluti og helst hafa þá í sitthvorri hæðinni og í mismunandi lögun.

xx - Sara Dögg


#coffeetablebooks