Snyrtivörur Elsu Harðar

19 Jan 2015

Nú er komið að næsta snyrtivöruspjalli og að þessu sinni var það Elsa Harðar sem svaraði nokkrum spurningum fyrir mig. Elsa hefur verið að hanna sína eigin línu af hálsmenum undir vörumerkinu Tribo sem hafa vakið mikla athygli. Tribo hálsmenin eru öll handgerð úr efnum frá Portúgal en þau eru seld í Level í Mosfellsbæ. Elsa er virkilega glæsileg stúlka og alltaf fallega förðuð svo það var gaman að forvitnast aðeins um hennar snyrtivenjur sem ég deili hér með ykkur.  

Hver er Elsa Harðar?

25 ára smábæjarstelpa sem fluttist frá heimalandinu 18 ára gömul og býr sér nú til nýtt heimili í 4 landinu síðan þá. Lærði förðunarfræðinginn hér heima og naglafræðinginn í Englandi og segir það nýtast ágætlega fyrir sjálfa sig. Hún hannar hálsmen undir nafninu Tribo og ætlar sér í frekara hönnunarnám erlendis.

Hvernig er þín dags daglega rútína þegar að kemur að förðun?

Daglega rútínan mín er einföld þó hún sé ekkert sérstaklega fljótleg. Mér finnst betra að vakna fyrr og hafa þá nægan tíma á morgnanna í eitthvað dundur. Ég byrja alltaf á því að þvo á mér andlitið með ísköldu vatni, mér finnst gott að bleyta þvottapokann vel og láta hann liggja á augunum og kæla þau niður í smá tíma. Síðan nota ég litað dagkrem, pro longwear concealer frá Mac á baugana, Clinique sólarpúður, Nars kinnalit og vatnsheldan maskara! Annað augað mitt skiptist svo í helming blátt og brúnt því þarf ég að dekkja aðeins annað augað til að jafna þau út. Ef mig langar að vera aðeins meiri pæja nota ég Shy girl varalitinn frá Mac


Ef að þú ættir að velja eitthvað eitt til að gera þegar að þú ert á hraðferð hvað geriru fyrir þig?

Skella smá maskara á mig! Ég er náttúrulega ljóshærð þannig að ljósu augnhárin sjást ekki nema með smá maskara á.

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem að þú gætir ekki verið án?

Hypnose maskarinn frá Lancome.

Hvernig snyrtivörur eru það sem að þú fellur alltaf fyrir?

Varalitir og naglalökk. Ég er mjög hrifin af nude eða mjög dökkum varalitum. Mér finnst einstaklega fallegt að sjá léttan farða á stelpum en svo dökkar varir. Ætli ég eigi ekki yfir 100 naglalökk svo ég verð að segja að það sé örugglega minn veikleiki, þótt ég noti oftast nude liti.

Finnst þér gaman að prófa nýja hluti eða heldurðu þig við það sem að þú veist að hentar þér ?

Bæði og. Ég hef notað sama maskarann síðan ég man eftir mér og efast stórlega um að ég eigi eftir að skipa honum út. Svo líkar mér dagkremið mitt mjög vel og hef notað það lengi. Öllu öðru skipti ég oftast út þegar það klárast.

Tveir hlutir sem að mig langar alltaf að vita um eru maskari og farði, hvaða vörur eru það sem þú notar þegar kemur að þessum hlutum?

Hypnose maskarinn frá Lancome og Tinted Moisturizer frá Laura Mercier. Ég hef ekki enn gerst svo fræg að nota meik svo ég held mig við litaða dagkremi, það er líka svo létt og fallegt. Svo finnst mér gott að setja spegil upp við glugga og bera á mig farðann, þar fær maður lang bestu birtuna.

Hvaða förðunartrend er það sem þú ert orðin þreytt á og hvaða trend finndist þér skemmtilegt að sjá koma nýtt inn núna á þessu ári ?

Dökkar augabrúnir og þessar Kylie Jenner varir hafa ekki alveg náð að heilla mig. Ég er hinsvegar dolfallin fyrir 50´makeup stílnum og væri til í að sjá meira af honum. Fallegur eyeliner og sleppa maskaranum á neðri augnhárin.

Hverju bætirðu við förðunina hjá þér þegar þú ert að fara eitthvað fínna?

Þá nota ég radiance primerinn frá Laura Mercier áður en ég set á mig litað dagkrem. Svo bara sömu rútínuna og daglega. Bæti við touche éclat pennanum frá YSL undir augun og kringum nefið. Fylli með svörtum augnskugga milli augnháranna uppi og nota 2-3 áferðir af maskara. Fylli upp í augabrúnirnar með Sensai augabrúnapennanum og set kannski ljós brúnan augnskugga á mig og ljósan eða gylltan við augnhárin niðri, splæsi í eyeliner og Unlimited pro longwear varalitinn frá Mac sem er í miklu uppáhaldi núna. Svo er gamla góða Sensai púðrið tekið með ef ferðinni er haldið niðri bæ.

Þegar þú setur á þig varalit hvort verða oftar fyrir valinu, nude litir eða áberandi litir ?

Nude varir ef ég er með dökk augu og dökkar varir við björt augu.

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem að þú verður alltaf að eiga?

Maskari, concealer, varalitur, naglalakk og andlitsolía.

Hvaða hreinsi og húðvörur eru í uppáhaldi ?

Ég nota alltaf blautþurrkurnar frá Johnson´s baby til að þrífa andlitið og svo kaldan þvottapoka. Sef alltaf með lífræna Argan oil í framan og nota Glam Glow andlitsmaskann til að fríska uppá mig. Vitamin C andlitsskrúbbinn frá Bodyshop og svo kókos body lotion og sturtusápuna fá Lavera.

Nokkrar af uppáhalds vörum Elsu

Innilegar þakkir til Elsu fyrir að deila með okkur sínum snyrtivörum og aðferðum <3

Steffý