Espresso-vél

24 Jan 2015

Mig er farið að langa að fjárfesta mér í kaffivél. Hvar fæ ég bestu vélina?

Ég á núna Nespresso vél sem er æði og kaffið er mjög gott. En eins og flestir vita þá fæst kaffið ekki hér á Íslandi og þarf ég stundum að vera að "spara" það þegar ég sé að ég á lítið til. Ég er orðin mikil kaffimanneskja og mig er farið að langa að smakka mismunandi baunir og fleiri tegundir. Ég nenni ekki lengur að binda mig við eina tegund og vera með hylki mig dreymir um litla sæta epsresso vél sem er með flóara.

Vitið þið kæru lesendur hvar ég get fengið svoleiðis ?

Fylgstu með okkur á Facebook hér.

Marta Rún