Ylfa Grönvold - GJAFALEIKUR

25 Jan 2015

Seint á síðasta ári setti ég mig í samband við unga og hæfileikaríka konu, Ylfu Grönvold sem er 26 ára upprennandi listamaður & fatahönnuður. 

Ég komst í kynni við þessa yndislegu stúlku þegar ég rakst á myndir hennar á Instagram. Það var eitthvað svo heillandi og persónulegt við þessar myndir að ég varð að setja mig í samband við hana og eignast eina. Þessar myndir er vatnsmálaðar og eru af fallegum hlutum og einkennum sem allir ættu að þekkja. Vatnsmálun er ekki auðveld eins og við flest ættum að vita og gerir hún þetta mæta vel eins og myndirnar hennar sýna. Mér fannst þetta svo falleg og persónuleg eign til þess að hafa upp á vegg hjá mér að ég fékk hana til þess að mála eina mynd fyrir mig. Ég var ákveðin í því hvaða concept ég vildi hafa á myndinni og valdi fallega hluti sem ég þrái að eignast eða sjá, svona eins konar óskalisti í ramma. Ég sendi henni hugmyndina og myndir og VOILA, þetta skapaði hún fyrir mig og ég er ótrúlega ánægð með hana!

Ekki nóg með að gera bara prent útgáfuna, þá sendi hún mér aukalega tvær Instagram útgáfur! þvílíkur snillingur. 

 

Hér má sjá fleiri fallegar myndir eftir hana..

Hugmynd af fallegri & persónulegri gjöf...

_______

 

Hún Ylfa var svo yndisleg í samskiptum okkar að ég varð að vita meira um hana og deila henni með ykkur. 

Hver er Ylfa Grönvold?

Hver eru þín helstu áhugamál?

Ég er mjög heimakær og veit ekkert betra en að eyða tíma heima við og láta drauma mína verða að veruleika. Það sem ég elska mest er að skapa, hlusta á góða tónlist og elda góðan mat. Að geta gert áhugamálin mín að starfi er minn kærasti draumur, það er ekki til betri tilhugsun fyrir mig en að vakna glöð á morgnana og takast á við spennandi verkefni dagsins.

Hvað ertu að gera núna í lífinu?

Núna er ég á fullu að hanna og sauma nýja línu af sérsaumuðum brúðarkjólum, hannaðir og saumaðir í handlitaðar antík blúndur. Ég hef gert þó nokkra brúðarkjóla seinustu tvö ár, en langar að gera enn fleirri og ákvað að koma þessu verkefni af stað. Markmiðið er að klára verkefnið og taka fallegar myndir sem verða síðan til sýnis. Hugmyndin bak við kjólana eru rómantískir vintage kjólar og bóhemískur stíll fyrir brúðir sem eru að leitast eftir óhefðbundum stíl á brúðkaupsdaginn. Ég er ein af þeim sem er alltaf með mörg verkefni í gangi á sama tíma svo það er margt spennandi að gerast frammundan bæði í fatahönnun og myndlist hjá mér.

Hvað ertu að læra/Hvað ertu lærð?

Ég útskrifaðsist sem fatahönnuður árið 2012 frá Margrethe-Skolen. Það er dásamlegur einkarekinn fatahönnunar og klæðskera skóli sem staðsettur er á strikinu í hjarta Kaupmannahafnar, allt í kring eru flottar hönnunar búðir og mikil menning. 

Hvenær kviknaði áhuginn á hönnun og listinni?

Ég kem úr mjög listrænni fjölskyldu, forledrar mínir eru mjög kreatívír. Ég á föður sem er myndlistamaður og hönnuður, bróðir minn er í myndlist, móðuramma mín var lærður hönnuður frá Danmörku og mikil saumakona, reyndar á það einnig við um föðurömmu mína sem er mikil saumakona. Ég ólst því upp við mikið hanverk og hönnun, og man alltaf eftir sjálfri mér sem mjög kreatívt barn og var gefin frjálsar hendur við að skapa og prófa nýja hluti.

Hvar sækiru helst innblástur?

Fyrir vatnslitamyndirnar mínar sæki ég innblástur í nýjustu tískuna, tískublöð og blogg. Ég reyni að finna fallega hluti sem mig dreymir um að eignast. Í raun er þetta mín leið að kynnast tískunni betur og láta dagrauma mína á blað.

Þegar ég hanna flíkur sæki mikið innblástur í eldri bíómyndir og tónlist, ég get ekki leynt ást minni á seinni hluta sjötta og byrjun sjöunda áratugst. Þá helst flottu rock n’ roll strákunum í Rolling Stones, Velvet Underground, Jimi Hendrix, The Doors og fleirri. Það heillar mig mikið sá stíll í sambland við fallegar rómantískar blúndur og barokk stíl.

Hver er fyrirmyndin? 

Fjölskyldan mín hefur alltaf verið mín stærsta fyrimynd. Við öll, foreldrar mínir, bræður mínir, makar þeirra, eru öll starfa öll í list og menningu á einn eða annan hátt. Ég fæ góð ráð og leiðbeingingar frá fjölskyldu minni og trúi því að þau sjá ekki hindranir heldur alla þá fallegu möguleika sem það hefur í för með sér að komast yfir hindranir. Við stöndum saman og styðjum hvort annað í að láta drauma okkar verða að veruleika.

Hvenær kviknaði hugmyndin af þessum teikningum?

Þetta varð allt saman til fyrir tilviljun, ég prófaði að setja inn myndir af teikningum sem ég átti til á instagram og fékk svo góð viðbrögð við þeim að ég sá strax möguleika að vinna fleirri myndir af fallegum hlutum. Og í kjölfari þess fékk ég verkefni um að vinna með fyrirtækjum að auglýsa vörur þess sem og myndir fyrir einkaeign sem gerðar eru eftir sérpöntunum.

Mér þykir það góð leið í auglýsingu og markaðsetningu að fá fallegt handbragð inn í fjölmiðla, því mjög oft geta síður eins og instagram orðið mjög yfirborðskenndar og óraunhæfar fyrr daglegt líf, sem gefur oft ranga  og falsaða mynd á lífið.

Segðu okkur aðeins frá þínum stíl, hvað einkennir hann og hvernig mótaðist hann?

Stíllin minn hefur þróast mikið með árunum, ég hef svo lengi sem eg man alltaf verið að teikna. Faðir minn gaf mér mitt fyrsta álvöru vatnslitasett þegar ég var tólf ára, svo ég hef verið að prófa mig áfram í mörg ár. Stíllinn minn er mjög einfaldur ég vinn aðeins með blýant og vatnsliti og vinn þær síðan í tölvu.

Hvaða hluti finnuru þig alltaf vera að mála? 

Skó, veski, snyrtivörur, blóm og meiri skó allt það sem tískusjúkar stelpur eins og ég elska.


Ljósmyndir: Sigrún Guðmundsdóttir (Sig) - blogsig.tumblr.com

Áttu þér uppáhalds hluti til að mála?

já, ég er mikill elskandi hælaskóa, það er alltaf mikill spenningur og hamingja þegar ég finn nýja skó til að teikna.

Áttu uppáhalds verk eftir þig?

Það er líklega parísar myndin sem ég gerði, hún minnir mig á hvað mér þykir vænt um París, einfaldleikinn og rómantíkin sem ég upplifi við þá borg. Effelturninn, chanel, rauðbotnir hælar og varalitur, er allt sem þarf fyrir fullkominn dag í parís.

Hvernig er týpískur dagur í lífi þínu?

Venjulegur dagur hjá mér er að vakna um klukkan 7, fara út með Rómeó labradorinn minn í göngutúr sem endar oftar en ekki með góðann kaffibolla og morgunmat fyrir framan tölvuna að hefja daginn. Ég reyni að blanda verkefnum dagsins saman og vinn jafnvel vatnslitamyndir fyrir hádegi og eftir hádegi að hanna og sauma. Aðra daga sinni ég tölvupóstum, póstsendingum og erindum. Þó ég vinni mikið heima reyni ég eins og ég get að skilja að vinnu og einkalíf þó það eigi það til að blandast saman og að ég vinn þar til ég fer að sofa. Það hjálpar til að ég elska það sem ég geri, sem gerir það skemmtilegt að vakna á morgnana.

Hvað tekur við á næstunni hjá þér?

Framtíðin er björt, og ný og spennandi verkefni sem bíða þar til á nýju ári. Ég get ekki mikið sagt frá ennþá, en ég trúi því að 2015 verði gott ár fyrir mig.

Hver er draumurinn?

Draumurinn er mér einfaldur, að vera hamingjusöm og hafa frjálsar hendur í sköpun minni. Að lifa góðu lífi bæði með fjölskyldu og í starfi.

Ég á mér stóra drauma með hönnun mína og myndlist en tek aðeins einn dag í einu í átt að markmiðum mínum.

Hvar er hægt að nálgast verk eftir þig?

Ég deili myndum eftir mig á instgram síðunni minni @ylfagronvold. En eins og er, er hægt að nálgast nokkrar gerðir af prentum hér: http://ylfagronvold.bigcartel.com/ eða hafa samband við mig í gegnum ylfa@ylfagronvold.com ef þú hefur áhuga á pöntun eða sérpöntun.


Ekkert smá flott og skörp stúlka - Algjör fyrirmynd.

________

 

Við Ylfa viljum skella á flottan gjafaleik fyrir ykkur lesendur. Ykkur stendur til boða að vinna eina af þessum fallegum myndum eftir hana í prenti.

Vinningshafar : 

1. KAUPMANNAHÖFN - Sigrún Sigursteinsdóttir

2. PARÍS - Svanhildur Birgisdóttir

3. LONDON - Kristín 

Vinningshafar ATH - Búið er að svara ykkur undir commentum ykkar hér undir færslunni.

 

Það eina sem þú þarft að gera er að kvitta undir færsluna hvaða mynd af þessum þremur þú vilt eignast & til að eiga meiri möguleika á vinningi þá þarftu að followa Ylfu á Instagram hér.

ath: ef notað er disqus þá þarf email að fylgja.

______


xx - Sara Dögg