vöfflur með saltkaramellusósu

26 Jan 2015

Frekar góð blanda.
 

 

Mjólk hellt útí vöfflublöndu og hrist ( sjá leiðbeiningar á flösku). Vöfflur bakaðar á vöfflujárni.

Ís smurt yfir og karamellu hellt yfir hverja vöfflu.

 

Innihald:

1. Flaska af Kötlu vöfflublöndu
4dl af mjólk
Vanilluís
Saltkaramella (sjá uppskrift hér að neðan)

 

Saltkaramella
Innihald:
1 bolli af sykri
6 matskeiðar af smjöri (90 grömm) í 6 bitum.
½ bolli (120ml) rjómi
1 teskeið sjávarsalti

 

Aðferð:
Hitið sykurinn í litlum potti og hrærð þartil hann er hann er bráðnaður.
Bætið smjörinu við og hrærið þartil smjörið hefur allt bráðnað í sykurinn.
Hellið rjómanum rólega útí og passið að það skvettist ekki uppúr og sjóðið í eina mínútu.
Takið pottinn af og bætið teskeið af sjávarsalti, hrærið og látið standa þartil hæfilega heit til að hella yfir ísinn.
Munið að fara alltaf varlega þar sem karamella getur verið mjög heit.

Verði ykkur að góðu.

Marta