Sniðug lausn fyrir leigjendur

27 Jan 2015

Ég er nú kannski ekki vön að blogga um heimili og innanhúsráð en mig langaði að deila með ykkur einu sniðugu sem ég rakst á í Tiger.

Ég er að leigja í Kópavoginum litla og sæta íbúð með litlu og krúttlegu eldhúsi.
Það eru flísar inn í eldhúsinu sem eru frekar gamaldags og fóru oft í taugarnar á mér. En ég sem leigjandi tími ekki að eyða miklum pening í íbúð sem ég á ekki og hef heldur kannski eins og margir ekki leyfi til að breyta miklu. 
Mér finnst eins og þið kanski sjáið gaman að hafa eldhús smá "lifandi"  eins og ferskar kryddjurtir, krydd, olíur og krukkur með hráefni uppá borðum.

Hér fyrir ofan sjáði þið mynd af flísunum.

Þessa snilld fann ég í Tiger en þetta eru flísalímmiðar. Þeir passa akkúrat á þessa flísastærð svo maður límir þá yfir flísarnar og svo er ekkert mál að taka þá af.
Þeir eru ekki endilega bara til þess að fela einhverjar myndir heldur einnig til að skreyta. Þeir voru til í nokkrum litum en ég ákvað að fá mér svarta. Því það er svona smá svart og hvítt þema í eldhúsinu.Þetta kostaði 600 kr og það eru held ég alveg um 15 límmiðar á.

Marta Rún