Kaffi og Lakkríssúkkulaði Bollakökur

30 Jan 2015

Þessar heppnuðust mjög vel.

Deigið.

1/2 bolli smjör, (stofuhita)
2/3 bolli sykur
3 stór egg
1 tsk vanilludropar
1 1/2 bollar hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1/4 bolli mjólk

 

Hitið ofninn í 180°.  Í stórri skál er blandað saman smjöri og sykri þar til blandan verður rjómalöguð.  Bætið við einu eggi í einu. Bætið vanilludropum út í. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál, bætið henni svo við í eggjablönduna í þremum skömmtum. Síðan helliði mjólkinni rólega út í.  Fyllið formin þangað til þau eru 2/3 full. Bakið í 18-20 mínútur (mínar tóku 16 mín) eða þar til tannstöngull er settur í miðju og og hægt er að taka hann út hreinan.
(Ég set deigið alltaf í plastpokann sem er notaður til að sprauta kreminu og ég sprauta deiginu í formin, miklu minni sóðaskapur)

 

Kremið.

200 g smjör (stofuhita)

450 g flórsykur

1 epsresso eða 2 matskeiðar sterkt kaffi.

1 teskeið púðursykur.

 

Þeytið smjörið á háum hraða í 2-3 mínútur þangað til það er orðið mjög ljóst.

Bætið við helmingnum af flórsykrinum á lægsta hraða og hellið svo restinni rólega við og blandið saman í aðrar 2-3 mínútur.
Hellið upp á eitt espresso eða notið 2 matskeiðar af sterku kaffi og setjið teskeið af púðursykri í kaffið og látið bráðna.
Kaffið þarf að verða orðið alveg kalt þegar þú blandar það við smjörkremið. (Setjið það á disk og það kólnar á nokkrum mínútum.)
Blandið saman við smjörkremið.

(Ef þið eruð að gera venjulegt smjörkrem, án kaffis, þá notiði 2 matskeiðar af mjólk í staðinn)

Svo keypti ég Omnom Lakkrís súkkulaðið og skar í ræmur og setti ofan á kremið. Það setti algjörlega punktinn yfir i-ið og passaði hrikalega vel saman.

 

Í búðinni Allt í köku keypti ég hringlaga stút og plastpoka til að nota sprauta kreminu ofan á, er ég sú eina sem er orðin leið á rósastút ?

 

#omnom

Marta Rún

Fylgstu með mér á instagram hér.