Outfits

31 Jan 2015

Það nálgast sá tími sem við getum sett stóru og fyrirferða miklu úlpuna okkar í dvala og boðið kápur & léttar yfirhafnir velkomnar. Húrra fyrir því verð ég að segja. 

 Þessi komandi tími árs er svo fallegur finnst ykkur ekki? Fyrir mér er þetta tíminn til þess að dressa sig aðeins meira upp en samt halda í þægindin, falleg kápa og gott par af buxum geta ekki klikkað. Dressin mín undanfarna daga hafa einkennst af kápum/leðurjökkum, grófum peysum, aðsniðnum buxum & hvítum strigaskóm. Hvítir strigaskór ganga við allt, ef þú átt ekki par buy one now. Ég hef meiri segja verið að taka með mér annað par í vinnuna(hæla) og poppa upp outfitið aðeins yfir daginn og hvíla strigaskóna. 

Ég notast mikið við Pinterest og leita mér oft af innblæstri af öllu saman. Með hjálp Pinterest ætla ég að deila með ykkur nokkrum vor outfitum sem heilluðu mig. 

 

  

Eigið góða helgi 

- Xs

#outfits