FIMM UPPÁHALDS - EYJÓLFUR GÍSLASON

05 Feb 2015

Eyjólfur Gíslason er fjölmiðlafulltrúi Reykjavík Fashion Festival sem fer fram dagana 12.-15.mars næstkomandi í Hörpu. Hér segir hann frá sínum fimm uppáhalds.


1. Hálsmen sem ég fékk að gjöf frá afa mínum og alnafna. Hann fékk sér það fyrir tugum ára síðan og það er hannað af íslenskum gullsmið. Mér þykir afar vænt um þetta háslmen þar sem upphafsstafirnir hans eru áletraðir á plötuna, sem eru þeir sömu og mínir.


2. Marc Jacobs ilmvatnið mitt. Þegar ég er með þessa lykt á mér, þá faðmar fólk mig mun lengur. Mér finnst það vera mikill kostur. Það fæst ekki á Íslandi að mér vitandi en ég á yfirleitt varabirgðir ef hitt glasið klárast. 

3. MyndÞessa stóru mynd fékk ég í jólagjöf fyrir nokkrum árum og mun fylgja mér hvert sem er. Sonur minn og þáverandi kærasti leyndu þessari gjöf fyrir mér í dágóðan tíma. Mismunandi svipmyndir af syni mínum settar saman og prentað á stóran striga. Þessi mynd er dásamleg.

4. Tölva. Það er mjög týpískt að nefna tölvuna sína en ég verð að gera það. Ekki einungis vegna þess að Apple vörurnar eru vel hannaðar heldur er innihaldið sem gerir þennan hlut að mikilvægum hlut. Þarna eru myndirnar mínar, á hana er ég búinn að að skrifa mínu fyrstu bók, sem kemur út á þessu ári. Þessi tölva inniheldur í raun ótal minningar sem gera hana mikils virði.


5. Garðskagi. Ég gæti talið upp marga veraldlega hluti í svona upptalningu, en þegar upp er staðið þá skipta þeir mig tölvuert litlu máli. Þannig það er við hæfi að taka fram stað sem er mér mjög mikilvægur. Garðskagi á Reykjanesinu. Þangað fer ég til þess að finna fyrir hjartanu mínu, hugsa með sjálfum mér og leita leiða til þess að finna lausnir á mörgu í lífinu. Þarna hef ég fengið hugljómun, þarna hef ég fengið að gráta og þarna hef ég fengið að brosa. Svo er þetta einstaklega falleg íslensk náttúra. 

SARA SJÖFN

MEIRA -> #fimmuppáhalds