Innlit

05 Feb 2015

Industrial hönnun eins og hún gerist flottust(að mínu mati). Ég er ekki mikið fyrir industrial en þegar það er fínpússað aðeins í bland við edgy og glamúr, þá erum við með eitthvað fallegt eins og þessa íbúð. 

Kaldir iðnaðar veggir, gluggar & loft parað saman við þessi ríku og hlýju húsgögn - þetta bara virkar. 

Þetta ráð hef ég oft áður gefið ykkur - Með háum greinum líkt og á myndinni hér fyrir ofan þá virkar lofthæðin meiri. Ég sé þetta "trikk" nánast í hverju innliti, því þetta algjörlega platar mann og lítil rými virðast stærri en þau eru. 

Ég gæti séð Mörtu Rún vinkonu eiga svona eldhús, ekki amalegt það!

Allt frekar hrátt, ekkert verið að fela neitt og öll tæki sýnileg.

Afskaplega fallegt svefnherbergi. Ég var ekki lengi að pinna það. 

Brass hliðarborðin sem standa sitthvorum megin við rúmið eru hreint út sagt geggjuð. 

Stílhreint, fallegt og einfalt baðherbergi. Viðargólf, náttúrusteinaflísar, dökk innrétting og hvítir veggir.. þarf ekki að vera flóknara. 

 

Xs


Fleiri innlit má sjá hér #innlit