Árshátíðarförðun - double liner

06 Feb 2015

Ég gerði mér ferð suður núna í nokkra daga og það hitti svo á að NEMÓ var akkurat haldið á þeim tíma. Ég farðaði gullfallegu frænku mína hana Sigrúnu Hrefnu fyrir kvöldið, en förðunarlúkkið var sett saman til að passa sem best við fallega kjólinn hennar. Ég var búin að bíða eftir tækifæri til þess að nota augnskugga dúoið mitt frá Bare Minerals sem heitir Top Shelf, og þar sem kjóllinn hennar var ljósblár þá hentaði það fullkomlega! 

Þetta var svo útkoman en vörurnar sem ég notaði tek ég fram neðst í færslunni. 

Við ákváðum að gera svartan og silfur double liner sem passaði vel við silfur munstrið í kjólnum hennar.

Andlit

Farði: Belletto Airbrush system F4

Clarins instant concealer nr 2 til að hylja roða

Bare Minerals Stroke of light notað undir augun

L.A Girl HD pro setting powder til að setja farðann og hyljara

L.A Girl pressed powder í litnum espresso til að skyggja

Makeup Store kinnalitur í litnum Fresh Rose

MAC Soft and Gentle highligher 

Augu

Bare minerals 5in1 eyeshadow í soft shell yfir allt augnlokið notað sem primer

Ljósi liturinn í Top Shelf duoinu frá Bare minerals

MAC quarry augnskuggi í glóbuslínuna 

Buorjoris liner clubbing ultra black eyeliner

Sephora brand silfur liner 

Kiss stök augnhár

Varir

MAC Subculture varablýantur

MAC Angle varalitur

 

 

Steffý