Helgin í mat og myndum

09 Feb 2015

Helgin mín einkenndist af góðum vinum og góðum mat en það er besta blandan að mínu mati.

Á fimmtudaginn fór ég með vinkonuhópnum á Smurstöðina í Hörpunni. Ég segi ykkur betur frá því í vikunni.

Fimmtudagskvöldið fórum ég og Magga á Sakebarinn og fengum okkur "Sushi and sticks", rugl gott!!!

Eftir það röltum við yfir á Forréttabarinn til að smakka kokteilana þeirra á Reykjavík Cocktail Weekend.

Á föstudaginn hittumst ég og Steffý yfir kokteilum og fórum svo aðeins út.
Þessir koma á bloggið fljótlega.

Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til afa í Keflavík og hann fór m.a. með okkur að skoða Garðskagavita.

Þegar heim var komið bakaði ég síðan hindberja- og sítrónumúffur, vill einhver uppskrift?

Ég er ennþá södd eftir þessa helgi en allt er gott í hófi og stundum á maður góðan mat skilið.

Vona að helgin ykkar hafi verið góð.

Mikið af þessum myndum fóru inn á Instagram. Nafni mitt á Insta er martaarun.

 

Marta Rún.