Lestur kvöldsins

10 Feb 2015

Mikið til í þessu.

Ég verð að játa það að ég er ekki mikill lestrarhestur, eins og það er nú gott fyrir mann. Sjónvarpið og tölvan eiga mig alla, ég sofna ekki nema að hafa eitthvað í gangi sem er ótrúlega óhollt, ég veit. Núna stendur ekkert annað til boða en að reyna snúa þessu við og sofna á eðilegan máta sem ég ætla að reyna að gera með því að þreyta mig á lestrinum og lygna út af án áreitis. 


Ég ætla að hefja þessa tilraun mína á tveimur bókum sem ég fékk óvænt í dag frá Hjálmari, ég elska óvæntan glaðning! Tvær ævisögur tveggja uppáhalds grínista minna í sjónvarpi í dag, Tina Fey & Amy Poehler. Hollywood vinkonur sem hafa mikið leikið saman og tryllt lýðinn sem kynnar á The Golden Globes. Báðar tvær sjúklega fyndnar og ég get ekki beðið eftir að flissa yfir lestrinum. Ef ég þekki mig rétt þá á ég örugglega eftir að glotta yfir myndinni af okkur parinu, sitjandi upp við rúmgaflinn að lesa sitthvora ævisöguna eins og gömul amerísk hjón í lélegri bíómynd. 

Eftir þessi orð ætla ég að henda mér í náttfötin.. as in síða gamla teygða bolinn minn, kveikja á kertum, henda mér undir sæng, hefja lestur og bragða mér á súkkulaði truffles  - Hvað er annað hægt í svona veðri!? 

Eigið notalegt kvöld - xx

 


Xs