Vinkonu lunch á Smurstöðinni

12 Feb 2015

Ég og flestar af mínum langbestu vinkonum þáðum boð um að koma í lunch á Smurstöðinni.

Sumrstöðin er staðsett í Hörpu og höfðum engar af okkur farið þangað áður.
Okkur var boðið uppá allskonar smakk af þeirra vinsælustu réttum. 
Held að ég geti talað fyrir hönd okkar allra að við vorum mjög ánægðar með matinn og þjónustuna.
Það sem mér fannst standa upp úr var líka hvað maturinn var fallegur og flottur á diski.
þetta skolaðist líka vel niður með litlum bjór.
Þetta gat ekki klikkað, ég ætla að leyfa myndunum að tala svolítið sínu máli og sýna ykkur.

Staðurinn er á jarðhæðinni í hörpu og er búið að gera hann mjög kósý og lifandi.

Þetta sló í gegn hjá mér, heitt "leverpostej" með piparbeikoni borið fram með brauði.

Hversu fallegt ?

Kartöflusnittan var líka mjög góð.

Þessi fékk flest atkvæðin held ég, kjúklingasnittan oh my hvað hún var bragðgóð!

Sjáiði hvað þetta er fallegt og litríkt!

Ég tel mig vera mjög heppnar með vinkonur! skál!

Við vorum á leiðinni út og helmingurinn farinn þegar við fengum óvænta eftirrétti.

Þessi vaniluíspinni með hvítu súllulaði var mögulega bara það besta sem ég veit!

mmmmmm....

Takk fyrir mig eða takk fyrir okkur!
Ég fer allavega klárlega aftur þangað, fær topp meðmæli frá mér, byrja í brunch þarna og fara svo á bæjartöllt hljómar ekki ílla.

Þú getur skoðað matseðilinn á heimasíðunni þeirra hér.

 

Marta Rún