Cool Girl INNLIT

14 Feb 2015

Það er eitthvað rosalega töff & kúl við þetta innlit. Rosalega afslappað en samt sem áður mikil hönnun á bakvið andrúmsloftið - svona gerist þegar tíska og innanhúshönnun koma saman. 


Ég er einstaklega hrifin af ljósmyndunum sem prýða veggina, hrikalega flottar. 

Ótrúlega fallegt spot, þetta hliðarborð er æði svo er auðvitað stóllinn alltaf klassískur & tímalaus!

Ég hef mikið verið að sjá að svona gömlum og ryðguðum útistólum er gefið nýtt líf með aðeins einum spreybrúsa í fallegum lit, ef ekki útistólar þá bast stólar. Þetta getur komið ótrúlega fallega út. 

Þessi vír veggskreyting er trufluð!

Ef það er eitthvað rými sem á að vera kósý og aðlaðandi þá er það svefnherbergið. Hér hefur það vel tekist.

Hugmynd að gallery vegg fyrir ofan rúmið.
Note: Nokkrar gerðir af römmum gefa meiri dýpt og persónuleika í heildarlúkkið. 

_________

Eigið góða helgi

Xs

Fleirri innlit hér frá mér og nöfnu minni - #innlit