Lace up heels

14 Feb 2015

Ég er ekki klár á íslenska heitinu sem á við þessa skó en það eina sem mér dettur í hug núna eru bandahælar. Höldum okkur bara við það. 


Bandahælar voru mikið inn síðasta season og persónulega er ég mjög svo hrifin. Þeir geta tekið casual outfit og poppað það algjörlega upp. Vonandi eigum við eftir að sjá þetta trend í sumar en ég veit það fyrir víst að háir bandasandalar(greek style) eiga eftir að vera áberandi í sumar í bland við þessa 70s tísku sem er á leið til okkar. Ég var svo heppin að ramba á lace-up-heels á útsölunni í Zara á litla tvo þúsundkalla og get ekki beðið eftir hlýja veðrinu til að klæðast þeim! 

______

Xs

Fylgstu með okkar á facebook með því að líka við okkur hér

pssst... þú getur skoðað eldri blogg frá mér með því að ýta á bleiku píluna hér fyrir neðan til vinstri.