Hindberjakokteill

20 Feb 2015

Hér er einn skvísulegur og einfaldur kokteill.

Ég og Steffý fórum á smá kokteilarölt þegar Reykjavík Cocktail Weekend var núna um daginnn. Hún mætti heim til mín og við áttum klassíska stelpustund meðan við vorum að hafa okkur til og drukkum kokteila. Ég bjó til einn sem var alveg hrikalega góður.

 

3 cl (sirka eitt skot) Bacardi Romm

6 cl Gojiberjasafi

4 hindber

Hálf eggjahvítan úr einu eggi. (Eggjahvítan býr til froðuna og bindir drykkinn betur)

Klaki.

 

Ég hristi í tvo skammta.

Allt sett í hristi með klökum og hrista hrista hrista (á meðan kæliði glasið með klökum)
Aðskiljið svo klakana með sigti ef það er ekki sía á kokteilahristinum ykkar.

Kokteillinn er svo settur í tvö kokteilaglös og toppaður með hindberjum ofan á.

Marta Rún.

#coctails