Þetta herbergi..

21 Feb 2015

Ég er yfir mig hrifin! Lengi er ég búin að halda upp á þetta fallega svefnherbergi og fékk ég mikinn innblástur frá því þegar kom sá tími að velja conceptið fyrir mitt eigið. Ótrúlega einföld litapalletta sem er alltaf jafn sterk og getur varla klikkað. 


Svart, hvítt & gyllt = alltaf solid!

Eftir að hafa sofið innan um djúpa svarta veggi í þennan tíma þá veit ég ekki hvort að ég get farið aftur til baka í ljósari litina. Þetta er bara einum of kósý og skapar svo ótrúlega þæginlegt andrúmsloft.

Til að fá dýptina í það og fullkomna heildarlúkkið þá þarftu mynstur og áferðir sem sýna sig í gólfmottum, rúmfötum, púðum, rúmgafli, gardínum og veggfóðri. Ef þessi samsetning er gerð rétt þá ertu með eitthvað fallegt eins og þetta svefnherbergi. 
 

Hvað finnst ykkur?


Xs

#innlit #glamour #woweffect