Lasagna

24 Feb 2015

Mamma mín eldar mjög gott lasagna og ég veit veit hversu góða máltíð ég er fara að fá þegar ég fer í lasagna hjá henni.  Mig langaði því að finna mitt eigið lasagna en ég er búin að gera þessa uppskrift tvisvar sinnum á stuttum tíma og í bæði skiptin hefur hún slegið í gegn.

Hvíta sósa:

100 g smjör

80 g hveiti

1 lítri mjólk

100 g parmesan ostur

salt og pipar

smá múskat

Hitið hellu á frekar lágum hita og bræðið smjörið, hellið síðan hveitinu í og hrærið þangað til það er orðið að einhvers konar þykku kremi.
Bætið síðan mjólkinni, parmesan ostinum, saltinu, piparnum og múskatinu við og hrærið í 10 mín.
Þetta er rosalega fljótt að þykkna og verður að þykkri sósu þannig passið að standa við helluna og hræra reglulega.

 

 

Hakkblandan:

1 pakki hakk

2 bay lauf (lárviðarlauf)

1 laukur

1/2 bolli rauðvín 

3 dósir hakkaðir tómatar

2 matskeiðar tómatpúrra (paste)

Hálft glas rauðvín.

Fersk basilika

Byrjið á að setja smá olíu í stóran pott og hellið hakkinu út í með lárviðarlaufunum og steikið aðeins.
Hellið síðan hálfa bollanum af rauðvíninu út í og látið malla í nokkrar mín. Skerið laukinn í litla bita og blandið honum síðan út í, bætið einnig hökkuðu tómötunum við.
Hellið rauðvíni í ca. hálft glas og setjið tvær matskeiðar af tómtpúrrunni í glasið og leysið það upp með rauðvíninu. Bætið þessu síðan við hakkblönduna og hrærið vel saman.

Rífið eitt búnt af basilíkunni ofan í hakkið, setjið lok á og leyfið að malla í 20-30 mín.

 

 

 

Pastað og Osturinn

Lasagna blöð

Parmesan ostur

3 ferskar mozzarella kúlur.

 

Aðferð:

Byrjið á að setja hakkblönduna í botninn.
Hellið síðan smá af hvítu sósunni yfir.
Rífið niður parmesan ost og í höndunum smá mozzarella ost og stráið yfir og svo í kjölfarið þekjið formið með lasagnablöðum.
Endurtakið síðan í eins mörgum lögum og þið náið.

Bakið í ofni á 180° í 35-45 mín.
Setjið álpappír yfir áður en það fer inn í ofn og takið hann af síðustu 5 mínúturnar.

Voila!

Marta Rún