MINIBIRDS

09 Mar 2015

Minibirds.dk er ný vefverslun sem selur barnafatnað, hjá þeim er lögð áhersla á fallega hönnun og gæði fatnaðarins. 

 


Hjá Mini Birds finnur þú vörumerki á borð við Mini Rodini, Popupshop, Färg og Form, Ígló & Indi og Jennie Blomkvist.


Þau selja eingöngu norræna hönnun vegna mikilla gæða, þæginda og notagildis hennar. "Hugmyndafræði okkar er að barnafatnaður ætti að vera fallegur en á sama tíma að hann megi ekki hindra tækifærum barnsins í hreyfingu og leik"


Minibirds er eina verslunin í Danmörku sem selur ÍGLÓ&INDÍ

Falleg verslun með gæðavöru. Ég er persónulega mjög hrifin af norrænni hönnun því þær hreinlega uppfylla allar kröfur manns hvað varðar fagurfræði og þægindi. Það er virkilega gaman og auðvelt að fletta í gegnum heimasíðuna þeirra
Nú gefst lesendum FEMME tækifæri til þess að panta sér vöru frá minibirds og fá fría heimsendingu hvar sem þeir eru í heiminum. Eina sem þú þarft að gera er að skrifa femme í "apply coupon" .

SARA SJÖFN