Litríkt & skemmtilegt innlit

10 Mar 2015

Mjög svo poppað innlit sem ég ætla að sýna ykkur í dag í þessari blíðu. Það er alltaf gaman að fara út fyrir rammann og skoða eitthvað nýtt og ferskt. Þetta er kannski ekki alveg minn stíll en það þarf ekkert endilega að vera, alltaf getur maður sótt í innblástur úr öllum áttum. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt!

f

Disney myndir upp á vegg, hví ekki? Setur líklega upp bros hjá öllum gestum.
Ég sé líka að það glittir í Fornasetti kerti á stofuborðinu sem fást í MODERN, hrikalega flott.

Kertið sjáiði betur hér (krukkan).

Ég er svolítið skotin í arninum... ég hef aldrei farið leynt með hrifningu mína á svörtu & hvítu röndóttu eða mynstruðu. Finnst það alltaf jafn tímalaust og töff. 

THE POSTER CLUB

Plakatið finnuru á The Poster Club. Mæli með að þið skoðið þessa síðu, hrikalega flott mörg hver!

Kelly Wearstler skálin fræga, svo sannarlega á óskalistanum. 

Detailin sko.. þau þurfa að vera á hreinu.

Útisvæðið þarf líka að vera töfrandi

Það væri svo indælt ef maður gæti gert svona dúllerí úti hjá sér. Eini möguleikinn á því að þetta fengi að standa þarna friðlaust væri ef þetta væri neglt í pallinn um sumartímann, en ég er ekki einu sinni viss með það! Ísland best í heimi. Alveg er ég orðin leið á þessu veðri, þetta er komið gott. 

 

Debbie Downer kveður ykkur

#innlit