Vefverslunin MINIMAL DECOR

12 Mar 2015

Ísland í dag býður ekki mikið upp á rölt í búðir sökum veðurs og þá er ekkert betra en að vafra á vefnum og klára kaupin heima undir teppi! 

Vefverslunum hefur fjölgað mikið hér að undanförnu og fögnum við því og fjölbreytileikanum svo sannarlega. Mig langar að kynna ykkur fyrir flottri vefverslun - MINIMAL DECOR.  Ég fékk að kasta nokkrum spurningum á Guðný Hrefnu eigandann og forvitnast meira um verslunina.


Segðu mér aðeins frá Minimal Decor...  
Minimal decor hefur verið starfandi frá því í október síðastliðin, við einblínum á hönnun hjá ungum og upprennandi hönnuðum í bland við aðra klassíska. Það eru ákaflega spennandi tímar framundan þar sem við sameinumst vefversluninni Kolka.is sem er önnur vinsæl vefverslun. Okkur fannst tímabært að sameina þessar 2 vefverslanir og efla vöru úrvalið ásamt því að auka vinsældirnar enn meira.


Hvað var það til þess að þú opnaðir vefverslun?
Segja má að brennandi áhugi fyrir hönnun og verslunarrekstri hafi kveikt upphaflega áhuga okkar.


Hvers konar vörur má finna á minimaldecor.is?
Húsbúnað, lífstílsvörur, skart og veggfóður sem verður okkar sérstaða og nýjung.


Hver er áherslan í hönnun á vörunum og hvaða stíll einkennir þær?
Flestar vörurnar okkar koma frá skandinavíu. Nýir hönnuðir í bland við vinsælar og vandaðar vörur. Stíllinn er einfaldur, stílhreinn og vandaður.


Hver er þín uppáhalds hönnun/hönnuðir?
Okkur þykja ljósin frá Tom Dixon mjög falleg og vönduð hönnun, Ásamt Rikke Frost sem er nýr og upprennandi hönnuður.


Hvaða vara úr Minimal Décor er í uppáhaldi?
Við höldum mikið upp á I Love My Type veggspjöldin, einstaklega fallegar orðsendingar sem prýða heimilið. Og marmarabakkinn frá Rikke Frost ásamt skartinu frá Anne Warming.
 

I LOVE MY TYPE veggspjöld


RIKKE FROST marmarabakki


ANNE WARMING skart

   


Hvaða vara er búin að njóta mikilla vinsælda?
Nicholas Oldroyd kertastjakinn og skurðarbrettin frá Dominik Woods þau eru handgerð úr ákaflega fallegum hnotuvið. Virkilega falleg hönnun!


NICHOLAS OLDROYD kertastjaki

 


DOMINIC WOODS skurðbretti


Megum við búast við einhverjum nýjungum frá ykkur á næstunni?
Við verðum með nýjung í veggfóðri sem prýðir heimilið og verður einstaklega einfalt að setja upp á fallegan máta. Ásamt meira skarti.


 


Ætlið þið að gera eitthvað í kringum Hönnunarmars?
Við ætlum að vera með á Pop up markaði á laugaveginum í versluninni Púkó og Smart ásamt mörgum öðrum vefverslunum. Pop Up partýið byrja á fimmtudaginn kl 17-22 ásamt því að það verður opið föstudag og laugardag.

________

 

Ég stóðst ekki mátið og gerði smá ÓSKALISTA frá Minimal Decor
 

Fallegar vörur ekki satt??

Ég mæli með því að þú droppar inn í Púkó og Smart og kíkjir á þennan flotta Pop Up markað! Ef leið þín á ekki hjá þá er það einfaldlega minimaldecor.is

 

Xs