Gin&Grape&Gjafaleikur

13 Mar 2015

Kokteill vikunnar er geðveikislega góður og honum fylgir glaðningur !!

 

Hér fyrir neðan er uppskrift í einn drykk.

3 cl (eitt skot) Bombay Gin

Safi úr einu fersku Grape.

Sirka ein matskeið af sykursýrópi ef þú vilt sætuna.

Rósmarín stöngull

Klakar.

Allt sett í hristara með klökum og hrista hrista hrista (á meðan kæliði glasið með klökum)

Aðskiljið svo klakana með með skeið en ekki sigti því við viljum halda aldinkjötinu úr greipinu.

Kokteillinn er svo settur í kokteilglas og rósmarínstöngullinn með.

Það kemur ekki mikið bragð af rósmaríninu en smá keimur og lyktin er svo góð. Þetta er algjörlega punkurinn yfir i-ið ;)

Þessi flottu glös fékk ég í Póley, hér. Þau eru ekta svona old fashion kristalglös og henta vel sem glös undir líkjöra og hafa smá svona "Mad Man" fýling.

 

Ég ásamt Líf&List ætla að gefa kokteilasett!! Þá getur þú sko heldur betur farið að hrista og boðið vinkonum og vinum í kokteila.

Þessi er snilld en ég á hann sjálf.

Það eina sem þú þarft að gera að segja mér hérna fyrir neðan hver er uppáhalds kokteillinn þinn.
Ég dreg út eftir helgi :)

Til hamingju Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir.

Espresso Martini eru líka minn uppáhalds ! 

 

Marta Rún.

#cocktails